Ég fór til London að kaupa tvíhnepptan bleiser og virðulegan kasmír frakka í þeim stíl, sem ég hef notað í 50 ár. Fór beint í Bond Street og sá 50% útsölu hjá ítölunum Pellini frá Úmbríu. “Ekkert mál” sagði Rudy og seldi mér hálfa búðina á kortéri. Herragarðurinn var búinn að segja mér, að menn með minn smekk væru “útdauðir”. Þannig tala lélegir kaupmenn, sem hanga í tízkunni. Ítalirnir voru hinir kátustu, sögðust vonast til að Baugur keypti sjoppuna eins og annað í London. Það væru fínir strákar, sagði Rudy. Vonandi verða samt áfram til tvíhnepptir bleiserar.