Hvað er að Geir?

Punktar

Geir H. Haarde forsætisráðherra lætur Nató ljúga sig fullan um, að stríðið gegn Afganistan gangi vel. Hann studdi uppvakning í pólitík, Árna Johnsen, sérfræðing í tæknimistökum. Hann styður þvermóðsku Þorgerðar Katrínar, sem puðar við að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið. Hann styður hvalveiðar Einars Guðfinnssonar, taprekstur gegn gróða af annarri atvinnu. Hann stendur í gamaldags þvargi í sjónvarpi við Ingibjörgu Sólrúnu um einskisverð mál. Hann styður stóriðjustefnu og hindrar umhverfisvernd. Hann reynir að vekja upp dauðan varnarsamning. Þarf ekki Geir að fara að athuga sinn gang?