Telur sig vita betur

Punktar

Kærunefnd jafnréttismála hefur tvisvar sagt Háskóla Íslands brjóta lög með því að taka karl fram yfir konu. Það gerir skólann skaðabótaskyldan, svo að gagnlegt væri fyrir hann að sjá að sér. Það gerir Kristín Ingólfsdóttir rektor hins vegar ekki. Þótt hún lesi ekki jafnréttislögin, veit hún betur en kærunefndin og segir jafnrétti virt í ráðningum skólans, samkvæmt venjum skólans. Það er sérkenni Íslendinga, að margir þeir vita betur, sem sekir eru dæmdir. Þeir viðurkenna ekki niðurstöður dóma og endurtaka í síbylju, að þeir hafi ekkert gert af sér.