Í annað sinn er reynt að semja við Norðmenn um, að þeir taki að sér að gæta fullveldis Íslendinga. Í fyrra skiptið var samningurinn kallaður Gamli sáttmáli, þótt deilt sé um, hvort hann hafi verið réttur eða falsaður sáttmáli. Ef samið verður við Noreg og fleiri ríki um að þau taki að sér að gæta landvarna á Íslandi, liggur beint við, að kalla samninginn Nýja sáttmála. Landsfeður okkar virðast ekki treystast til að sjá um öryggi lands og þjóðar á sama hátt og önnur ríki gera. Að venju telja landsfeður efni þessara nýju landráða ekki vera holl lesning fávísri þjóð.