Fjölþjóðleg skoðanakönnun sýnir, að Evrópumenn hafa meiri áhyggjur en Bandaríkjamenn af spjöllum manna á lofthjúpi jarðar. Vandinn hefur lengi verið ræddur í Evrópu. Þar er talað um aðgerðir til mótvægis, en í Bandaríkjanum er enn rætt, hvort þetta sé vandamál eða ekki. Mörg stórfyrirtæki í Evrópu hafa snúist á sveif með umhverfissinnum, en vestan hafs er algengt að stórfyrirtæki fjármagni falsvísindamenn og andstöðu við aðgerðir. Sama skoðanakönnun sýnir sama mun á viðhorfum til ofsatrúarmanna. Evrópumenn telja þá hættulegri en hryðjuverkamenn. Sjá IHT.