Umræðusýningar í sjónvarpi stjórnast einkum af gagnkvæmri þörf stjórnanda og frambjóðenda. Í annað hvert sinn, sem ég opna fyrir sjónvarp, sé ég umræðusýningu með Birni Inga Hrafnssyni, Sigríði Andersen eða Bjarna Harðarsyni. Annars vegar vantar stjórnendur alltaf fólk til að rífast og hins vegar standa 7-8 frambjóðendur alltaf í biðröð eftir að fá að rífast. Lausnin er auðveld fyrir latan stjórnanda, en hún er þreytandi fyrir fólk, sem langar að kíkja á sjónvarp. Fámennið í rifrildisbransanum er slíkt, að mér finnst sömu leiðindin vera í gangi endalaust.