Dómsmál um hund

Punktar

Eigendur hafa deilt fyrir dómstóli um hund samkvæmt Morgunblaðsvefnum. Þetta þótti mér meira en lítið áhugavert efni, en varð fyrir vonbrigðum, þegar ég las textann. Þar var ekki einu sinni mynd af hundinum, ekkert um verðgildi hundsins og ekki talað um galla Leonberger tegundarinnar. Eins og nú er farið að tíðkast í dómsmálum voru hvorki nöfn sækjanda né verjanda og þá auðvitað ekki viðtal við þá. Af hverju eru fjölmiðlar í vaxandi mæli farnir að skilja hliðvörzlu sína þannig, að notendur fjölmiðla eigi bara að fá að vita tæpan helming af hverri frétt? Telja þeir okkur vera fífl?.