Veit ekki um úrslit

Punktar

Ekki er hægt að saka George W. Bush um að vera sjálfum sér ósamkvæmur, segir Jonathan Freedland í Guardian. Þegar allir segja einum rómi, frá bandarískum herforingjum til samfélags þjóðanna, að nú sé nóg komið af stríði í Írak, ætlar Bush að magna stríðið með 20.000 hermönnum í viðbót. Þótt bandaríska þingið muni ekki fjármagna þessa viðbót. Á sama tíma er Bush kominn í nýtt stríð, við Sómalíu. Hann borgar þar rekstur stríðs af hálfu marxista í Eþiópíu og styður það með loftárásum. Freedland telur, að Bush sé enn ókunnugt um kosningaúrslitin í Bandaríkjunum í nóvember.