Aldrei þessu vant var vefurinn í gær áhugaverðari en fjölmiðlarnir. Pétur Gunnarsson skrifaði merka grein um, að Björn Bjarnason ráðherrra beri sem fyrrverandi menntaráðherra ábyrgð á því auma ástandi í skjalavörzlu ríkisins, að Björn Bjarnason erfingi vill geyma opinber skjöl föður síns heima hjá sér. Steingrímur Sævarr Ólafsson skrifaði aðra merka grein um, að stjórnarmaður Morgunblaðsins, Skúli Valberg Ólafsson, er líka stjórnarmaður Betsson, sem hefur það verksvið að rýja íslenzka spilafíkla inn að skinni í veðmálum á veraldarvefnum. Og Egill Helgason hýðir hina nýríku.