Heildarmagn olíulinda minnkar. Fyrir hverjar tvær tunnur, sem notaðar eru, finnast lindir, sem jafngilda einni tunnu. Um þetta mun heimspólitíkin snúast næstu tvo áratugina. Á þeim tíma mun framleiðslan byrja að minnka og olíuverð rísa til skýjanna. Rússar munu fljótt klára sína olíu. Nánast öll olía á heimsmarkaði mun þá koma frá Persaflóa. Sólarorka og vetnisorka er eina leiðin úr þessum vanda og á vanda loftmengunar. Þeir munu hrynja, sem harðast berjast um olíuna, einkum Bandaríkin. Hinir munu lifa af, sem treysta á sól og vetni. En við þurfum greinilega að hraða vetnisvæðingu.