Pranab Bardhan prófessor í Kaliforníu segir í Herald Tribune, að vestræn markaðshagfræði sé í mótbyr. Komið hafi í ljós, að frelsiskalinn, sem hin róttækt hægri sinnaða Heritage stofnun gefur út, sýni rammskakka mynd af gengi þjóða. Kína og Indland séu léleg í kreddunni og þeim hafi gengið vel, meðan traustum lærisveinum hennar í Rússlandi og Suður-Ameríku hafi gengið skelfilega. Bardhan telur, að bilað hafi sú hagfræði, sem kennd er við Washington-sátt og Chicago-skóla, meira að segja í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nú séu menn aftur komnir í austrænar og kratískar lausnir.