Forusta Evrópu

Punktar

Evrópa hefur gert hnignun lofthjúpsins að hornsteini utanríkisstefnunnar, segir fréttastofan Reuters. Hún hefur eftir ráðherra fjölþjóðasamskipta, Benitu Ferrero-Waldner, að umhverfið sé á oddi viðræðna Evrópusambandsins við Kína, sem nú standa í Peking. Evrópusambandið leggur mikla áherzlu á að draga Kína og Indland inn í viðræður viti borinna ríkja um þessi efni. Við Bandaríkin þýðir ekkert að tala eins og flestum er kunnugt. Væntingar um, að Bush skipti um skoðun í umhverfismálum eru blandaðar óskhyggju. Eins og væntingar um að hann láti föður sinn hafa vit fyrir sér í stríðsmálum.