Þrír ráðherrar Framsóknar bera ábyrgð á Byrginu. Mesta ábyrgð ber Árni Magnússon, sem stýrði fjárveitingum fjögur fyrstu árin. Hann var þekktur af stuðningi við ofsatrúarmenn á borð við þá, sem stjórnuðu Byrginu, en hrökklaðist sem betur fer úr pólitík. Hann lét tugi milljóna renna til óstaðfestrar starfsemi, sem ekki hafði verið samið um. Fyrir hálfu ári erfði Jón Kristjánsson ósómann og gerði ekkert í honum frekar en í öðru. Síðastur ráðherranna hélt Magnús Stefánsson á jarðsprengjunni, þegar hún sprakk í Kompás. Kynóðir ofsatrúarmenn höfðu fengið að rasa út í skjóli Framsóknar, sem er höll undir sértrúarsöfnuði.