Trogsöðull

Punktar

Sigurður H. Guðjónsson skrifar góðar greinar um fasteignir, hina síðustu um, að skillitlir blekki aðra með skrúði í klæðum og bílum. Líka er hægt að blekkja á hinn veginn, svo sem segir í Eyrbyggju: “Þorleifur keypti þann hest er hann fékk bestan. Hann hafði og steindan söðul allglæsilegan. Hann hafði búið sverð og gullrekið spjót, myrkbláan skjöld og mjög gylltan, vönduð öll klæði. en Snorri var í svartri kápu og reið svörtu merhrossi góðu. Hann hafði fornan trogsöðul og vopn lítt til fegurðar búin.” En innan klæða hafði hann sjóð, sem hann notaði til að ná Helgafelli af Berki digra.