Þótt Alþingi segi pass, stimplar Alþjóða heilbrigðisstofnunin ofdrykkju og aðra neyzlufíkn sem sjúkdóm, en ekki sem synd. Sama gera samtök bandarískra lækna. Hér á landi hafa fagstéttir samþykkt, að þetta sé sjúkdómur. Meðferð á vegum Landspítalans er svipuð meðferð á vegum SÁÁ. Á öllum viðurkenndum stofnunum er notað tólf spora kerfið, sem eitt hefur sýnt árangur gegn stjórnlausri fíkn. Alþingismenn vita betur og hafa samþykkt að fleygja tugum milljóna í meðferð á vegum ofsatrúarmanna. Þegar einn ofstækismaður er afhjúpaður, er meðferðin flutt í hendur annarra slíkra.