Í undarlegu Kastljósi á fimmtudaginn hafði umræðustjórinn ekki unnið neina heimavinnu. Hún hamaðist við að saka SÁA og AA um að vera skyld Byrginu vegna tilvísunar til trúarbragða. Afarlangt er frá tali um “æðri mátt” yfir í ofsatrúarsöfnuði, sem garga og góla með ívafi af kynórum og sadó-masókisma, svo sem tíðkast hefur meðal slíkra um aldir. Annars vegar eru stofnanir, sem hafa áratuga og fræðilega og viðurkennda reynslu að baki. Hins vegar er stjórnlaus syndaaflausn, sem engu skilar. Þegar 6000 manns hittast í viku hverri á 300 fundum AA, sést árangur, sem mælist.