Fullveldi afsalað

Punktar

Líklega eru fjölmiðlarnir orðnir meðteknir af umhverfisást. Hver um annan þveran sáu þeir það athyglisverðast í viðaukum við varnarsamning, að herinn þurfti ekki að hreinsa til eftir sig. Það er óneitanlega athyglisvert, en mér fannst þó enn athyglisverðara, sem Morgunblaðið sá. Viðaukarnir sýna, að bandaríski herinn getur að eigin geðþótta hernumið landið að nýju án þess að spyrja kóng eða prest. Afsal fullveldisins er samþykkt og undirritað af landsfeðrum, sem með hinni tungunni kvarta yfir umræðu um Evrópusambandið, sem þeir segja vera afsal fullveldis. Sér eru nú hverjir hræsnararnir.