Hjálmar farinn

Punktar

Hjálmar Árnason er hættur og það er gott. Sem formaður þingflokks vinnumiðlunar Framsóknar var hann notaður til að reka úr túninu. Ef ráðherrarnir vildu ekki láta etja sér fram, var Hjálmar alltaf sendur til að gelta. Hann vann það verk samvizkusamlega, en aldrei var neitt mark tekið á honum. Ekki varð hann heldur ráðherra eins og nánast allir aðrir þingmenn flokksins. Svo á eftir að koma í ljós, hvort eftirmaður hans verður skárri, en það er önnur saga. Vinnumiðlunin þarf nú að útvega Hjálmari lifibrauð á kostnað skattgreiðenda, því að ekki er hann vinnufær.