Fyrst og fremst er það Guðjóni Arnari Kristjánssyni að kenna, að allt er á hvolfi hjá Frjálslyndum. Hann er gamall skipstjóri og er nú skútustjóri í pólitík. Sem slíkur á hann að geta sezt á ófriðarseggi og haldið mönnum rólegum. Það er æðsta hlutverk skipstjórnarmanna í pólitík. Samt lætur hann viðgangast, að stýrimenn og bátsmenn á skútunni kalli hver annan verri nöfnum en þeir nota á fólk í öðrum flokkum. Þótt Magnús varaformaður hugsi fátt og tali meira, þótt Sverrir sé að baki Margrétar, þótt stirt sé að höndla sakir um rasisma, -þá átti skipstjórinn að leysa málin strax.