Ég man ekki, að sérframboð hafi riðið feitum hesti frá kosningum hér á landi. Frekar er, að sérpersónur hafi náð árangri, svo sem Vilmundur Gylfason. Ómar Ragnarsson er sérpersóna. Hann gæti dregið með sér 4-5 menn á þing í flokki hægri grænna. Ef hægri grænir bjóða fram án Ómars, ná þeir niðurstöðu af stærðargráðunni 2-4% og engum þingmanni. Ekki hef ég heldur trú á framboðum aldraðra, enda mældist 2% fylgi þar í könnun um daginn. Fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem reyndist fylgisrýr, mun fá enn lakari útreið í framboði fyrir hönd aldraða.