Í Madonna eru veitingahús, skyndibitastaðir og barir uppi um öll fjöll og víða liggur fólk í sólinni í brekkunum. Fullt er af fólki á bitastöðum í brekkunum, en ekki er biðröð á Graffer, sem býður alvörumat í 2300 metra hæð. Merkasti barinn heitir Fjósið og þar safnast oft Íslendingar fyrir, þegar líður að ofanverðu síðdegi. Fyrir ofan er sex kílómetra ljúft rennsli og fyrir neðan er bara ein snarbrött brekka eftir niður í bæ. Sumir eru orðnir hæfilega kjarkaðir eftir tvo tíma á barnum. Ég reyni að stampast þar niður áður en hinir hífuðu sturta sér niður.