Grænir sigrar verða sífellt tíðari í heiminum. Marks & Spencer ætlar meðal annars að hætta að selja íslenzkan fisk sem og annan fisk, er ekki hefur viðurkenningu frá vottunarstofum. Fyrirtækið ætlar að hætta að láta frá sér koltvísýring sem úrgang. Hinar risastóru keðjur matarbúða, WalMart og Tesco, ákveðið að gerast grænar. Tesco ætlar að merkja allar vörur sínar með stöðu þeirra á grænum mælikvarða. Lengst ætlar risinn WalMart að ganga og mun hafa áhrif á vinnubrögð birgja um allan heim. George Monbiot segir í Guardian, að fyrirtækin gangi mun lengra en opinberar reglur mæla fyrir.