Systir mín gaf mér mannasiðabók, líklega af gefnu tilefni, þegar ég var ungur maður. Hún var amerísk og hét Esquire Etiquette. Fyrir löngu týndi ég bókinni, en margt er mér þaðan minnisstætt. Ég lærði til dæmis að fyrst ætti að nota yztu hnífapörin og síðan inn að diski og loks hnífapörin ofan við diskinn. Einnig lærði ég, að seinkunn í matarboð mætti mest nema tíu mínútum, en 45 mínútum í hanastéli. Fara ætti sólarsinnis hring um samkvæmið og yfirgefa það 45 mínútum fyrir lokin, svo tími gæfist í annað hanastél. Fræði þessi reyndust mér gagnlegri en skólafræðin.