Burt með krónuna

Punktar

Við þurfum fremur að losna við krónuna en að fá evruna. Við tölum stíft um evru, af því að mikið af útflutningi greiðist í evrum. En við þurfum frjálsa notkun alls gjaldmiðils. Fyrirtæki geta nú haft bókhald í erlendri mynt og eiga að greiða starfsmönnum laun í sömu mynt. Þannig fáum við kosti traustra gjaldmiðla án þess að binda okkur við evru. En stórmarkaðir eiga að taka við evrum á daggengi til jafns við krónur. Smám saman skiljum við, að það er afnám krónunnar, sem skiptir mestu. Hagkerfi, sem vill vera ríkt, notar ekki gjaldmiðil, sem skekst í andvara. Betra er að hafa engan.