Að svo miklu sem hægt er að skilja grein Bjarna Harðarsonar í Blaðinu í gær, fjallar hún um, að uppsveitarmenn á Suðurlandi og Norðurlandi eigi sama rétt á malbikuðum Kjalvegi og höfuðborgarbúar eigi rétt á manngerðu umhverfi. Hann telur það “úrkynjun, sérgæsku og skinhelgi” að vera á móti veginum. Sérstaklega harmar hann “sjálfskipað” umhverfisverndarfólk, eins og einhver munur sé á sjálfskipuðu og öðru fólki. Bjarni er líklega mesti rugludallur landsins í rökfræði. Enda verður hann þingmaður í vor. Þá er stutt í, að hann verði umhverfisráðherra Framsóknar.