Sjónhverfingar

Punktar

Sjónhverfingar
Sjónhverfingamaðurinn Tony Blair á höttunum eftir nýjum leiðum til að gabba kjósendur. Nú hefur hann fengið sölumeistarann Cialdini til að hressa upp á fylgi kratanna í Bretlandi. Fyrsta regla Cialdini er að vinna eins og sölumenn notaðra bíla. Þeir klófesta kúnna á lágu bílverði og leggja síðan aukaþóknanir ofan á, þegar gengið er frá samningi. Spurningin er, hvort Samfylkingin getur ekki fengið Cialdini til fylgis við sig. Hann getur kennt henni að selja kjósendum umhverfisvernd fyrir kosningar og framkvæma síðan stóriðjustefnu eftir kosningar. Sjá Observer.