Sadistasjónvarp

Punktar

“24” er ógeðslegasta efni sjónvarpsins fyrr og síðar. Þessi langvinna sería frá Fox sýnir illa geðveikan leyniþjónustumann að nafni Jack Bauer, leikinn af Kiefer Sutherland, pynda meinta óvini ríkisins og starfa að mestu leyti á svig við lög ríkisins. Bandarískir hershöfðingjar heimsóttu ábyrgðarmenn seríunnar og kvörtuðu yfir, að bandarískir hermenn í Írak horfðu á þessa sadistaþætti og töldu þá til fyrirmyndar. Hershöfðingjarnir sögðu pyndingar ekki toga sannleikann úr fólki, sízt múslimskum öfgamönnum, heldur tóma lygi. Þær færi þeim hins vegar langþráð píslarvætti. Sjá The New Yorker.