Ég er sammála rökum Egils Helgasonar um frekju auðmagnsins, sem heitar sífellt meiri forréttindi umfram fátæklinga. Sama er, hversu lág verða gjöld fyrirtækja, á endanum heimta forstjórarnir núllgjöld. Óréttlætið og stéttaskiptingin í landinu sést bezt af, að skattur á vinnutekjur er 38%, en skattur á fjármagnstekjur er 10%. Skýrara dæmi er ekki hægt að finna um klofning þjóðarinnar í tvær þjóðir, sem eiga ekkert sameiginlegt. Sjálfur borga ég margfalt hærri skatta en Björgólfur Thór Björgólfsson. Ég er skattalegur merkisborgari, en hann er ekki einu sinni meðborgari.