Geir H. Haarde vill vera gamansamur maður. Hann minnir stundum á leikarann, sem kom með replikkur á röngum stöðum. Geir varð frægur fyrir að segja það gera sama gagn, að ná heim einhverri stúlku af ballinu, þótt hann næði ekki þeirri fegurstu. Nú hefur hann aftur orðið frægur af að segja tíu konur, sem urðu barnshafandi í Byrginu, kannski hafa orðið óléttar hvort sem er. Ekki er ljóst, hvar hann fékk þær upplýsingar. Gamansemi ráðherrans er sér á parti karlrembunnar og varla í samræmi við félagslegan rétttrúnað. Samfélagið hefði meira gagn af einlægri afsökunarbeiðni fyrir hönd ríkisvaldsins.