Þeir, sem hverfa úr þjónustu Bandaríkjastjórnar, eru yfirleitt fljótir að verða andsnúnir stefnu, sem þeir áttu sjálfir þátt í að móta. Frægastur er Colin Powell, sem laug að Sameinuðu þjóðunum og segist nú sjá eftir því. Annað frægt dæmi er Robert McNamara, sem keyrði áfram stríð gegn Víetnam, sem hann er núna orðinn andvígur. Flest dæmin koma úr röðum stríðssinna, sem eru hættir störfum. Þeir nota þá tækifærið til að segja frá, að þeir séu andvígir ofbeldi. Í þeim hópi eru George Lee Butler, Paul Nitze, George Schultz, Sam Nunn og William Perry, jafnvel Henry Kissinger.