Ég skil vel, að kennarar þurfi nítján stundir til að undirbúa átján stunda kennslu og sinna ýmissi skriffinnsku, sem fylgir starfinu. Það er meðal þess sem kemur fram í nýjum bæklingi grunnskólakennara. Ég spyr hins vegar, hvort skólar og kerfi fylgist með, hvort kennarar vandi sig svona mikið. Einnig spyr ég, hvort sömu aðilar fylgist með árangri allra kennara á 150 stunda námskeiðum á hverju ári. Ef öllu þessu er fylgt eftir, má líta svo á, að kennarar vinni sem svarar fjörutíu stunda vinnuviku árið um kring. En hræddur er ég um, að víða séu gloppur, þegar 18 stundir verða að 40.