Hræðsla heimsbyggðar

Punktar

Risakönnun á vegum BBC sýnir þau atriði, sem meirihluti heimsbyggðarinnar er á móti. Þau eru talin upp hér að neðan, fyrst það, sem flestir eru á móti: 1. Stríð Bandaríkjanna gegn Írak, 73%. 2. Bandarískur her í Miðausturlöndum, 68%. 3. Meðferð fanga í Guantanamo, 67%. 4. Stríð Ísraels gegn Hezbolla í Líbanon, 65%. 5. Kjarnorkuáætlun Írans, 60%. 6. Mengun andrúmsloftsins, 56%. 7. Kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, 54%. Þrjú verstu atriðin eru á vegum Bandaríkjanna og það fjórða á vegum Ísraels. Vandamál af völdum Írans og Norður-Kóreu koma þar á eftir. Stærsti vandi heims komst bara í sjötta sæti.