Öll göng ókeypis

Punktar

Íslendingar hafa borgað niður Hvalfjarðargöngin að fullu og eiga nú að fá að fara frítt í gegn eins og lofað var. Um það var samið í upphafi. Það eru svik að láta menn borga áfram til að kosta viðbótargöng. Komin er tími til að eini vegatollur landsins verði lagður niður. Síðan þessi göng voru grafin, hafa önnur göng komizt í brúk án þess að gjald sé innheimt. Samgöngur á landi eru mikilvægur þáttur í jafnrétti eftir búsetu. Svo er annað mál, hvaða göng gagnast mest hverju sinni, viðbótargöng í Hvalfirði eða til dæmis göng í miðri Reykjavík.