Höfundar samsæriskenninga komust í feitt, er tvíburaturnarnir á Manhattan hrundu 11. september 2001. Síðan hafa blómstrað hugdettur um, að George W. Bush forseti og ráðgjafar hans hafi staðið fyrir því. Nú er komin bíómyndin Loose Change, sem heldur þessu á lofti. George Monbiot skrifar í Guardian greinar um bíómyndina og lætur sér fátt um finnast. Bush og hans menn séu ekki svo klárir, að þeir geti sprengt tvo skýjakljúfa og orðið þúsundum manna að bana, nema þeir hefðu skilið eftir gögn, sem vísuðu á al Kaída. Þar sé bara aldagömul samsærisárátta á ferð, samanber morðið á Kennedy.