Slömm í Kópavogi

Punktar

Ég ók í dag um Kópavoginn. Mér fannst ég vera kominn í útlent slömm. Sá hluti bæjarins, sem er í nágrenni Smáralindar, er sálarlaus ófreskja, safn af slaufum og bílastæðum, steypu og malbiki. Þar er varla sála á gangi og varla örlar á grænum bletti. Gróin hverfi bæjarins eru sum skárri, en hvergi nærri er yfirbragðið sambærilegt við Reykjavík. Ég les fréttir um, að bæjarstjórnin í Kópavogi láti vaða í offorsi með jarðýtur um gamla skógrækt í Heiðmörk. Og mér finnst, að það sé mjög líkt Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Hann er greinilega maður, sem hentar slömmi.