Lísa í grænu hverfi

Punktar

Skemmtilegur greinaflokkur Rajiv Chandrasekaran um Írak birtist þessa daga í Guardian. Þar er fjallað um gerilsneytt og ameríkaníserað hverfi í Bagdað, græna hverfið, þar sem landstjórn Bandaríkjanna býr og vinnur bak við háan múr án þess að hætta sér út fyrir. Þar er öll vara og þjónusta flutt inn í flugi frá Bandaríkjunum, svo sem vatn og ruslfæði. Í greinunum er sagt frá, hvernig fasteignasali var gerður að kauphallarstjóra Íraks. Þar er sagt frá, hvernig hægt sé að stýra ríki án þess að hafa hugmynd um, hvað gerist fyrir utan hallarmúrinn. Þetta er eins og Lísa í Undralandi.