Mér brá, þegar ég sá, að ráðgert væri að ráða Hjálmar Árnason sem konsúl í Kanada, undanfara sendiherraembættis. Ég held, að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi nóg gert, þótt landsþekktum æsingamanni sé ekki bætt við stétt sendiherra. Nú þarf að staldra við og spyrja, hvað við höfum að gera við fjölmenna sveit sendiherra. Hafa þeir stutt útrás atvinnulífsins? Hafa helztu kóngar útrásarinnar leitað sér aðstoðar í sendiráðum? Svarið er stutt, nei. Viðskipti Íslands í útlöndum eru óháð sendiherrum öðrum en þeim, sem starfa hjá fjölþjóðastofnunum í Bruxelles og New York.