Mest allra dagblaða hefur Morgunblaðið breytzt undanfarna mánuði. Það er farið að birta fréttaljós og skýringar á forsíðu. Nú er hægt að lesa forsíðuna. Í leiðurum blaðsins er pólitískur armur blaðsins hvattur til að kúvenda. Blaðið vill, að Sjálfstæðisflokkurinn gerist skyndilega grænn og vinstri sinnaður. Í einu og sama tölublaðinu heimtar blaðið græna stefnu Birgis Kjaran og að Ögmundi Jónassyni verði falið að hafa forustu um að útrýma fátækt. Hagur flokksins hefur löngum verið blaðinu kær. Og nú sér það þann kost vænstan, að flokkurinn gerist vinstri grænn.