Gereyðingarvopnið

Punktar

Fyrir landnám voru eldgos og hraun og jökulhlaup. Samt komu landnámsmenn að landi, sem var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Þeir gerðu til kola á Kili. Þeir hjuggu skóg og beittu hann. Fljótlega varð sauðkindin að þyngstu blóðsugu landsins. Það er hennar vegna, að svona mikið af Íslandi er svart. Áður en hún kom, var náttúran í jafnvægi þrátt fyrir eldgos og hraun og jökulhlaup. Þrátt fyrir mikla og vaxandi uppgræðslu er landeyðing meiri en landrækt enn í dag. Ýmist afneita menn eða reyna að þagga niður, að kindin er sjálft gereyðingarvopnið gegn náttúrunni.