Þeir náðu olíunni

Punktar

Leppþingið í Írak hefur samþykkt að fela olíulindir landsins til þrjátíu ára í hendur bandarískra olíufyrirtækja. Þar með hafa Bandaríkin náð þeim árangri, sem í upphafi var stefnt að með því að fara í blóðugt stríð gegn saklausri þjóð. Þótt leppstjórnin verði síðar að fara og allar hennar gerðir marklausar gerðar, mun stjórn Bandaríkjanna hengja sig í þessa ákvörðun þingsins og heimta, að við hana verði staðið. En það er ekkert að marka lög, sem leppstjórnin koma gegnum þing undir þrýstingi frá þeim her, sem ver leppstjórnina fyrir almenningi í landinu.