Hugarfarið er dagljóst

Punktar

Raunvextir Glitnis og Kaupþings eru helmingi lægri á Norðurlöndum en hér. Þetta kom fram í rannsókn Fréttablaðsins og er í samræmi við fyrri fréttir af okri bankanna. Gróði þeirra er að vísu fenginn með ýmsum öðrum hætti en með okri á Íslendingum. En hugarfarið leynir sér ekki. Þótt þeir auglýsi ást sína á viðskiptavinum, er veruleikinn annar. Vextir á Íslandi eru margfalt hærri en á Vesturlöndum. Og menn eru látnir greiða stórfé í refsingu fyrir að borga upp skuldir. Það heitir uppgreiðslugjald. Okrið byggist auðvitað á, að viðskiptamenn hafa ekki í önnur hús að venda.