Fermetrar bóka

Punktar

Var að fleygja þremur fermetrum bóka. Nú eru umfangsmest erlend skáldrit, tólf metrar. Næst koma innlend skáldrit, sjö fermetrar, þar af ljóð á tveimur. Sagnfræði, einkum erlend, á sjö, ferðalög á sex fermetrum. Síðan eru minni flokkar, hestamennska á fjórum fermetrum og náttúra á fjórum. Þá koma uppsláttarrit á þremur fermetrum, matreiðsla á þremur, félagsfræði á þremur (verður fleygt), kvennabókmenntir á tveimur, fagurfræði á tveimur, ævisögur á tveimur og pólitík á einum fermetra, óflokkaðir sjö fermetrar. Samtals eru þetta 63 fermetrar af bókum. Samt er öldin kölluð starfræn.