Enn ein fölsun sagnfræðinnar er í uppsiglingu í siðlausum heimi bíómynda. Gerð hefur verið myndin “300“, sem lýsir bardaga Spartverja í Þermópylæ gegn Persum sem baráttu vestræns frelsis gegn austrænu einræði. Ekkert er fjær sanni. Persar voru á þessum tíma frjálslyndasta þjóð í heimi, leyfðu öllum að rækta trú sína og þjóðerni, ef þeir borguðu skatt. Spartverjar voru hins vegar krumpað þjóðfélag, sem lifði á styrjöldum og þrælahaldi. Sparta var það, sem við köllum fasistaríki, þar sem ríkið var öllu æðra. Hin dásamaða Sparta var helvíti, jafnt fyrir íbúa og nágranna.