Markmið blaðamennsku er að segja satt, en markmið almannatengsla og spuna er að ljúga. Þótt Kristján Kristjánsson, áður í Kastljósi, leggi þetta að jöfnu í viðtali við Fréttablaðið. Í blaðamennsku er það sannleikurinn, sem þrýstir, en í almannatengslum og spuna er það lygin, sem þrýstir. Ég sé í mílu fjarlægð, hvaða blaðamenn muni enda sem spunakerlingar. Á þessu er grundvallarmunur, þótt sjaldgæfar undantekningar kunni að leynast. Í nánast hvert sinn sem blaðamaður fer úr rýrum högum blaðamennskunnar í grænni haga almannatengsla og spuna, hækkar meðaltal siðferðis í báðum stéttum.