Evrópa er að klofna í tvennt í viðhorfum sínum til rannsókna og þróunar. Annars vegar eru Svíþjóð og Finnland, Þýzkaland og Bretland, sem fjárfesta meira en 2% af þjóðarframleiðslu í rannsóknum og þróun. Hins vegar eru Ísland og Portúgal, Ítalía og Grikkland, sem fjárfesta miklu lægra hlutfall af þjóðarframleiðslu í rannsóknum og þróun. Annars vegar eru ríkin, sem horfa fram á veg nýrra atvinnuvega. Hins vegar eru ríkin, sem eru læst inni í gömlu atvinnuvegunum, þar sem stóriðja er fremst í flokki. Að ráði ríkisstjórnarinnar sökkvum við enn dýpra niður í fortíðina.