Eftir fáa áratugi verða hundruð milljóna manna vatnslausir. Það verður niðurstaða skýrslu rúmlega þúsund vísindamanna, sem funda í Bruxelles í næsta mánuði. Þegar Kári, sonur Egils Helgasonar, verður fimmtugur, munu malaría og margs konar inflúensur geisa um heiminn. Þá mun fólk flæða gegnum skothríð yfir landamæri í vonlausri leit að vatni og mat. Þá gengur sjór á land og fellibyljir verða margfalt tíðari en nú. Margir hafa samt ekki fattað, að mannkynið er ekki sjálfbært. Það er komið á fulla ferð að rústa hnettinum. Til að hindra ragnarök, þarf að leysa málið núna. Nú.