Ég les á bandarísku vefspjalli, að þrennt eigi að kenna í grunnskólum. Í fyrsta lagi persónuleg fjármál, svo sem meðferð krítarkorta og annarra skuldbindinga, svo og varnir gegn bönkum. Í öðru lagi almenn tjáskipti, kunna til dæmis að undirbúa það, sem þú vilt segja, í stað þess að blaðra út í eitt. Þá mundi til dæmis blogg leggjast að mestu niður. Í þriðja lagi heilsurækt, svo sem mataræði og útivist. Allt þetta skiptir meira máli en lærdómurinn. Enda ætti að vera tími til að kenna fleira en lestur, skrift og reikning. Þegar ég var í barnaskóla, var okkur kennt að fylla út víxla.