Verðsviptingar veitinga

Veitingar

Sviptingar hafa orðið í verði veitinga síðustu mánuði. Vox og Perlan hafa sigið niður af tindinum, þar sem nú tróna Holtið og Grillið, enda betri. Mest fyrir féð fá menn í Sjávarkjallaranum, þar sem fínt er eldað fyrir miðlungsverð. Og á Maru, sem er í flokki ódýrra. Minnst fyrir peningana fæst í Lækjarbrekku, Óperu, Domo og Galileo, sem eru ofmetnir staðir. Nálægt botni verðs eru tveir góðir, Þrír frakkar og Potturinn og pannan. Austur-Indíafélagið er mjög gott og hefur farið lækkandi í verði síðustu misseri. Þetta er gott stöðumat á borgarlyst í aðeins 95 orðum.