Gefnar auðlindir

Punktar

Upphlaup varð um gefnar og margseldar auðlindir hafsins. Framsókn var í forsæti stjórnarskrárnefndar og mistókst að semja um að segja svart vera hvítt. Í kjölfar þess kastaði Framsókn málinu inn á þing. Þar átti að afgreiða það í flaustri á næturfundum. Sérfræðingar og stjórnarandstæðingar hindruðu það. Málið er gott dæmi um siðleysi Framsóknar og örvæntingu hennar á kosningavori. Auðlindir hafsins verða ekki aftur þjóðareign með pólitískri yfirlýsingu í stjórnarskrá. Þær voru gefnar. Fyrir löngu. Vestfirðingar fá ekki með sjónhverfingum aftur heimildir, sem seldar hafa verið burt.