Helgi Magnússon hjá Samtökum iðnaðarins vill ekki, að álverið í Straumsvík verði “kosið í burtu”. Hann vill, að ekki bara stjórnvöld, heldur líka almenningur, láti kúgast af hótunum. Ummæli hans segja mér, að hinir stóru og öflugu séu orðnir of stórir og of frekir. Þeir vilja ráða ferðinni og stilla þess vegna samfélaginu upp við vegg. Auðjöfrar segjast fara af landi brott, ef þeir borgi sama tekjuskatt og launþegar og gamalmenni. Þeir frekustu hafa raunar þegar gert það. Nú er farið að hóta, að fyrirtæki fari burt, ef þau fái ekki að nota evrur í bókhaldi. Fasisminn er að síast inn.